banner
   fös 24. maí 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Bjössi Berg: Brynjar Björn þarf ekki mína hjálp
Björn Berg Bryde.
Björn Berg Bryde.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrsti leikur 6. umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla fer fram í Kórnum þegar HK og Grindavík mætast í Kórnum klukkan 16:00.

Björn Berg Bryde miðvörður HK lék með Grindavík í sjö tímabil en gekk í raðir Stjörnunnar í vetur. Þaðan var hann síðan lánaður í HK.

„Ætli ég verði ekki að hafa mig allan við að gefa á rauðann en ekki á gulann. Undirbúningurinn fyrir leikinn er samt sem áður sá sami," sagði Björn Berg Bryde í samtali við Fótbolta.net sem er spenntur fyrir leiknum á morgun.

„Grindavík hefur farið virkilega vel af stað þannig ég býst bara við hörkuleik. Hvorugt lið verður sátt með jafntefli þannig það verður sótt til sigurs," sagði Bjössi Berg sem telur það algjör óþarfi fyrir sig að hjálpa Brynjari Birni þjálfara HK í undirbúningnum fyrir leikinn.

„Hann þarf ekki mína hjálp. Hann og Viktor eru fullfærir um að leikgreina Grindjánana. Við förum vel yfir þetta og mætum klárir á morgun."

„Við höfum sýnt flotta spilamennsku á köflum en kannski ekki enn náð að sjóða saman í góðar 90 mínútur samfleytt," sagði Bjössi aðspurður hvort hann væri ánægður með stigasöfnunina í byrjun móts.

„Þetta er frábær hópur með góða leikmenn og þjálfara. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að halda áfram að bæta okkur og safna fullt af stigum í pokann góða. Annars vonumst við HK-ingar eftir því að sjá sem flesta í Kórnum á morgun. Ég lofa 20 gráðum og logni, skemmtilegum bolta og svaka stemningu frá okkar mönnum í Rauðu Þrumunni," sagði Björn Berg að lokum í samtali við Fótbolta.net.

6. umferðin:

laugardagur 25. maí
16:00 HK-Grindavík (Kórinn)
16:30 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
18:00 Víkingur R.-KR (Eimskipsvöllurinn)

sunnudagur 26. maí
17:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner