Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. maí 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nick Pope framlengir við Burnley
Pope meiddist í júlí í fyrra.
Pope meiddist í júlí í fyrra.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Nick Pope hefur skrifað undir nýjan langtíma samning við Burnley.

Pope hefur verið að glíma við axlarmeiðsli en er búinn að ná sér að fullu. Pope spilaði mjög vel fyrir Burnley fyrir meiðslin og vann sér inn sæti í enska landsliðinu og var í enska landsliðshópnum á HM í fyrra.

Pope, sem er 27 ára, hefur nú skrifað undir samning sem gildir út tímabilið 2022-23 með möguleika á árs framlengingu.

Pope kom til Burnley frá Charlton sumarið 2016. Í september 2017 meiddist Tom Heaton, aðalmarkvörður Burnley og kom Pope frábærlega inn í lið Burnley og spilaði sig inn í landsliðið. Pope meiddist svo í undankeppni Evrópudeildarinnar með Burnley síðastliðið haust og spilaði aðeins tvo bikarleiki á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner