Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. maí 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Terry verði stjóri Chelsea á undan Lampard
John Terry er aðstoðarstjóri Aston Villa.
John Terry er aðstoðarstjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Goðsagnir hjá Chelsea.
Goðsagnir hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Dennis Wise, fyrrum fyrirliði Chelsea, telur að John Terry eigi eftir að stýra Chelsea áður en Frank Lampard gerir það.

Lampard er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri. Hann er við stjórnvölinn hjá Derby í Championship-deildinni og er hann kominn með liðið í úrslitaleik umspilsins í þeirri deild. Í úrslitunum mætir Derby liði Aston Villa þar sem John Terry er aðstoðarknattspyrnustjóri.

Terry og Lampard voru lengi vel liðsfélagar hjá Chelsea. Terry var fyrirliði og Lampard í lykilhlutverki inn á miðjunni.

Eftir góðan árangur hans með Derby á þessu tímabili hefur Lampard verið orðaður við endurkomu til Chelsea. Talið er að Lampard verði næsti stjóri liðsins ef Maurizio Sarri yfirgefur félagið í sumar.

Wise telur hins vegar að Terry muni stýra Chelsea áður en Lampard gerir það.

„Ef ég ætti að setja pening á það, þá myndi ég segja að John (Terry) fái starfið hjá Chelsea áður en Frank (Lampard) gerir það," sagði Wise við The Sun.

„Þeir munu báðir vilja það, ég er viss um það. John er að gera öðruvísi hluti en Frank. Hann gerðist aðstoðarstjóri Dean Smith hjá Aston Villa og það var sniðugt hjá honum."

„Hann fær að hlusta á samtöl á skrifstofu knattspyrnustjórans, samtöl sem hann hefur aldrei heyrt áður. Leikmenn geta litið upp til stjóra eins og Carlo Ancelotti eða Jose Mourinho, en það sem leikmenn sjá ekki er það hvernig stjórar plana, undirbúa sig, skoða leikaðferðir og fleira."

Sjá einnig:
Lampard hunsar orðróma tengda Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner