Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. maí 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Formaður knattspyrnudeildar Hauka: Munum leysa þetta
Úr leik Hauka og FH á undirbúningstímabilinu.
Úr leik Hauka og FH á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Ómar og Hilmar Trausti.
Kristján Ómar og Hilmar Trausti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom á óvart á föstudaginn þegar þær fregnir bárust að Kristján Ómar Björnsson myndi stíga til hliðar sem þjálfari Hauka í Inkasso-deildinni.

Aðeins fjórir leikir eru búnir í deildinni. Haukar eru með tvö stig eftir þessa fjóra leiki.

Haukar töpuðu 4-2 gegn Þrótti R. á heimavelli á fimmtudag og á föstudag var það tilkynnt að Kristján Ómar væri hættur sem þjálfari liðsins. Hann var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Hauka.

„Það gerist í kjölfar leiksins á móti Þrótti," segir Eiður Arnar Pálmason, formaður knattspyrnudeildar Hauka, við Fótbolta.net, spurður að því hvenær Kristján Ómar lætur vita að hann ætli að stíga til hliðar.

„Það er eitthvað sem hann verður að svara sjálfur fyrir," segir Eiður um það af hverju Kristján kaus að hætta.

„Þetta kom nokkuð á óvart. Það er alltaf erfitt að skipta um þjálfara á miðju tímabili en við ætlum að leysa málin með yfirvegun. Við munum leysa þetta."

Hilmar Trausti Arnarson og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, aðstoðarmenn Kristjáns, hætta einnig og mun Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari KÁ, varaliðs Hauka, stýra liðinu tímabundið á meðan nýr þjálfari finnst.

Búi mun stýra Haukum í næsta leik sem er gegn Magna í vikunni. Það er algjör lykilleikur fyrir Hauka enda liðin tvö sem sitja í fallsæti þessa stundina. Magni með eitt stig og Haukar með tvö.

„Búi mun stýra liðinu í þeim leik. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur eins og þá."

Það er ekki kominn ákveðinn tímapunktur á það hvenær Hauka vilja ráða nýjan þjálfara. Félagið ætlar að vanda valið.
Athugasemdir
banner
banner