Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 27. maí 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir að Barcelona muni selja leikmenn
Coutinho er einn af þeim sem gæti mögulega verið á förum.
Coutinho er einn af þeim sem gæti mögulega verið á förum.
Mynd: Getty Images
Josep Bartomeu, forseti Barcelona, staðfestir það að félagið muni selja leikmenn í sumar.

Barcelona vann aðeins spænska Ofurbikarinn og spænsku úrvalsdeildina á þessu tímabili. Liðið féll á hræðilegan hátt út úr Meistaradeildinni gegn Liverpool og tapaði gegn Valencia í úrslitaleik spænska bikarsins.

Philippe Coutinho, Ivan Rakitic, Samuel Umtiti, Malcom og Andre Gomes eru á meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir burt frá Barcelona.

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong kemur frá Ajax í sumar og er Barcelona einnig líklegasta liðið til að landa liðfélaga hans, miðverðinum Matthijs de Ligt.

„Á hverju ári koma nýir leikmenn inn. Við höfum staðfest komu De Jong og við munum vinna í því að fá fleiri leikmenn og selja leikmenn," sagði Bartomeu eftir tapið gegn Valencia á laugardag.

Margir stuðningsmenn Barcelona vilja að Ernesto Valverde, stjóri liðsins, verði rekinn ekki seinna en núna. Bartomeu kom honum til varnar eftir tapið gegn Valencia.

„Valverde er með samning. Hann er þjálfarinn. Tapið er ekki honum að kenna. Við fengum mörg færi, en boltinn vildi ekki fara inn," sagði Bartomeu að því er kemur fram á ESPN.


Athugasemdir
banner
banner
banner