Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. maí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Hófið - Nammidagur á sunnudegi og týndar mínútur
Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Breiðabliks gaf krökkunum nammi í stúkunni eftir sigurinn á Val.
Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Breiðabliks gaf krökkunum nammi í stúkunni eftir sigurinn á Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon leikmaður Víkings var áhorfandi á hlaupabrautinni á leik Vals og Breiðabliks en hann fylgdi áhorfanda sem var í hjólastól.
Júlíus Magnússon leikmaður Víkings var áhorfandi á hlaupabrautinni á leik Vals og Breiðabliks en hann fylgdi áhorfanda sem var í hjólastól.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjóns snöggreiddist útaf háttvísisbroti Víkinga.
Bjarni Guðjóns snöggreiddist útaf háttvísisbroti Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari var í þétt setinni stúku á Origo vellinum að  Hlíðarenda. Þar sá hann landsliðsmennina Hannes Þór Halldórsson og Birki Má Sævarsson tapa fyrir Breiðabliki.
Erik Hamren landsliðsþjálfari var í þétt setinni stúku á Origo vellinum að Hlíðarenda. Þar sá hann landsliðsmennina Hannes Þór Halldórsson og Birki Má Sævarsson tapa fyrir Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson sneri aftur á völlinn með andlitsgrímu.
Viktor Jónsson sneri aftur á völlinn með andlitsgrímu.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sjötta umferð Pepsi Max-deildarinnar einkenndist af fáum mörkum þar sem helmingur liðanna skoruðu ekki mark í umferðinni. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Það eru nokkrir stórir leikir sem koma til greina en leikur umferðarinnar að þessu sinni er sá fjörugasti og leikurinn þar sem flest mörkin komu við sögu. Í Árbænum var spilaður sóknarbolti í 2-2 jafntefli Fylkis og FH þar sem mörkin hefðu hæglega geta orðið fleiri.

EKKI leikur umferðarinnar: Í Kórnum mættust HK og Grindavík. Það gerðist nákvæmlega ekkert í þessum leik. Öllum í stúkunni var farið að dreyma um rúmið sitt og svefn þar sem þessi leikur var svæfandi.

EKKI lið umferðarinnar:

Það voru fáir varnarmenn sem gerðu tilkall enda mörg lið sem héldu hreinu í umferðinni. Miðjumaðurinn, Lasse Petry fær því það hlutverk að leysa miðvarðarstöðuna af.

EKKI fairplay umferðinnar:
Menn æstu sig upp á háa C í Laugardalnum þegar KR-ingar töldu að Víkingar hafi ekki verið með háttvísina að leiðarljósi. KR spyrnti boltanum af velli vegna meiðsla leikmanns en Víkingar tóku innkastið strax og brunuðu í sókn. Sá sem æsti sig allra mest var Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari KR og Rúnar Kristinsson aðalþjálfari þurfti að stoppa hann. Þótti sumum þetta skjóta skökku við enda Bjarni sekur um frægasta háttvísis augnablik efstu deildar en hann skoraði frá miðju með ÍA gegn Keflavík þegar Keflvíkingar töldu hann ætla að gefa til baka á sig.

Nammidagur á Origo-vellinum
Breiðablik vann mikilvægan sigur á Val á Origo vellinum að Hlíðarenda og fögnuðu vel og lengi eftir leik. Guðjón Pétur Lýðsson og Jonathan Hendrickx fundu nammipokann á bekknum eftir leik og gáfu krökkunum í stúkunni úr pokanum.

Dómaraskipti umferðarinnar:
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hóf leik með flautuna í leik KA og ÍBV. Hann fór hinsvegar meiddur af velli. Gylfi aðstoðardómari tók svo við fram að hálfleik og Sigurður Þrastarson flautaði svo seinni hálfleikinn. Það voru því þrír dómarar sem dæmdu leikinn.

Týndu mínúturnar á Akureyri
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiks KA og ÍBV lá meiddur á vellinum í sjö mínútur í fyrri hálfleik. Gylfi Már Sigurðsson línuvörður leysti hann af en bætti bara fjórum mínútum við hálfleikinn. Hvað varð um mínúturnar þrjár vitum við ekki en Gylfi var tekinn af velli og settur aftur á línuna eftir þetta og Sigurður Hjörtur Þrastarson mætti til að klára leikinn.

Vond innkoma
Kristinn Freyr Sigurðsson kom inná sem varamaður. Kom varla við boltann á þessu korteri sem hann spilaði og henti sér svo í glórulausa tæklingu og uppskar beint rautt spjald.

Meiðslalistinn
Þrír FH-ingar fóru af velli meiddir í jafnteflinu gegn Fylki. Þórir Jóhann fékk högg á hendina og var máttlaus í hendinni. Guðmann Þórisson virtist hafa fengið verk í nárann og varamaðurinn Atli Guðnason þurfti að fara aftur af velli eftir að hafa fengið högg á kálfann.

Vasi umferðarinnar:
Þórir Guðjónsson fékk 3-4 dauðafæri í leiknum en Hannes varði þau öll frá honum. Þórir hefði getað fengið 10 dauðafæri og Hannes hefði sennilega varið þau öll, sá var með hann í vasanum.

Ummæli umferðarinnar:
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks sagði eftir leik að Hannes hefði hreinlega bjargað Val frá niðurlægingu, mikið til í þeim ummælum.

Dómari umferðarinnar: Sigurður Hjörtur Þrastarson - 9 dæmdi leik ÍA og Stjörnunnar. „Það er bara þannig. Sigurður var frábær í dag. Öll spjöld uppá 10 og bara frábærlega dæmdur leikur að mínu mati."



Athugasemdir
banner
banner
banner