Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 27. maí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Tristan Koskor hættur í Fylki
Tristan Koskor lék ekki einn leik með Fylki.
Tristan Koskor lék ekki einn leik með Fylki.
Mynd: Heimasíða Tammeka
Eistneski framherjinn Tristan Koskor leikur ekki með Fylki í Pepsi Max-deildinni. Hann hefur yfirgefið herbúðir Fylkis og er farinn aftur heim til Eistlands.

Þetta staðfesti Hrafnkell Helgason formaður meistaraflokksráðs karla Fylkis á Twitter.

Eistinn gekk í raðir Fylkis í vetur en lék ekki einn leik í Fylkistreyjunni. Hann þótt ekki standast væntingar. Hann gekk í raðir Fylkis í mars og gerði samning út tímabilið.

Koskor er 23 ára gamall framherji er uppalinn hjá Tammeka sem leikur í efstu deild í Eistlandi.

Hann hefur verið lykilmaður í liðinu síðustu tvö ár en hann skoraði 21 mark á síðasta tímabili og spilaði meðal annars fyrsta landsleik sinn fyrir Eistland á þessu ári en annar þeirra var gegn Íslandi.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner