banner
   mið 12. júní 2019 11:43
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand: Chelsea ætti að ráða Lampard
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand telur að Frank Lampard sé fullkominn fyrir stjórastarfið hjá Chelsea. Hann segir að það væri furðulegt ef félagið myndi leita annað ef Maurizio Sarri tekur við Juventus eins og allt bendir til.

Lampard á þó aðeins eitt ár að baki sem knattspyrnustjóri og það var í Championship-deildinni, þar sem hann stýrir Derby.

„Ég væri hissa ef félagið myndi leita annað. Þeir hafa reynt fjölda stjóra en ekki haldið sig við þá. Ætla þeir að halda áfram á þessari braut og kasta peningum út um gluggann. Eða ætla þeir að leita til aðila sem stuðningsmenn myndu elska að fá aftur til félagsins?" segir Ferdinand.

Chelsea er að óbreyttu á leið í tveggja glugga kaupbann og þarf þá að treysta í auknum mæli á unglingastarf sitt.

„Frank þekkir alla leikmenn félagsins sem eru 16 ára eða eldri. Hann veit nákvæmlega hvað þeir geta. Chelsea hefur frábært unglingastarf, þeir hafa átt bestu ungu leikmennina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner