Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. júní 2019 13:19
Elvar Geir Magnússon
Bandaríska landsliðið fær að heyra það - „Virðingarleysi og til skammar"
Alex Morgan átti sannkallaðan stórleik. Hún skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú.
Alex Morgan átti sannkallaðan stórleik. Hún skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú.
Mynd: Getty Images
Bandaríska kvennalandsliðið vann 13-0 sigur gegn Tælandi á HM í Frakklandi í gær en þessi niðurlæging er stærsti sigurinn í sögu keppninnar.

Bandaríkin leiddu andstæðinga sína til slátrunar og fögnuðu leikmenn liðsins hverju marki af ákefð og innlifun.

Margir telja að með því hafi liðið sýnt andstæðingum sínum óvirðingu. Rætt var um málið í HM-stofunni í Kanada en þar fékk bandaríska liðið svo sannarlega að heyra það.

Talað var um skammarlega vanvirðingu frá ríkjandi heimsmeisturum en margir sparkspekingar eru ósammála og ósáttir við þá umræðu.



Athugasemdir
banner
banner
banner