Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. júní 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Böddi rifjar upp atvikið þegar Einar Orri hótaði honum eftir leik
Böðvar og Einar Orri fyrir aftan hann.
Böðvar og Einar Orri fyrir aftan hann.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böðvar Böðvarsson leikmaður Jagiellonia Bia?ystok í Póllandi og fyrrum leikmaður FH er gestur Miðjunnar að þessu sinni.

Þar rifjar hann upp atvik sem kom upp í leik Keflavíkur og FH snemma sumars árið 2014 en þá var Böðvar 19 ára og leika sinn fyrsta tímabil með FH í efstu deild.

Þá fékk Einar Orri Einarsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 87. mínútu leiksins fyrir að hjóla í Böðvar Böðvarsson.

„Ég held að Hólmar Örn hafi hamrað aftan í Einar Orra og á einhverjum ástæðum ákvað ég að skipta mér að því og segi honum að drulla sér á lappir. Við erum að tapa 1-0 á þessum tímapunkti og hann bregst ókvæða við og fær rautt spjald."

Hægt er að lesa frétt um málið hér.

„Ég sé ekki hvað gerist þegar hann hrækir á varamannaskýlið, ég var að pæla í einhverju allt öðru. Síðan eftir 1-1 jafnteflisleik gegn Keflavík, sem voru hræðileg úrslit fyrir okkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinn er ég fyrstur inn í göngin sem ég geri alltaf eftir tapleik. Ég horfi bara niður og rýk inn og þá lendi ég allt í einu með hnakkann í vegginn. Þá er Einar Orri búinn að taka mig upp að veggnum, brjálaður og ég auðvitað verð skíthræddur, 19 ára tittur."

„Rosalega harður í einhverju fótboltaumhverfi en um leið og þetta er komið í eitthvað annað þá verð ég algjör rotta. Hann kemur að mér og er að hóta mér og ég segi ekki neitt. Síðan kemur, Þorkell Máni Pétursson (þáverandi aðstoðarþjálfari Keflavíkur) og tekur Einar í burtu. Þá allt í einu verð ég svakalega harður um leið og ég vissi að ég væri ekki að fara fá högg í andlitið," sagði Böðvar og lýsir því síðan hvernig hafi verið að mæta Keflavík í leiknum seinna um sumarið.

„Ég fékk stingandi augnaráð frá honum, þegar við tókumst í hendur fyrir þann leik. Mig minnir að ég hafi líka fiskað mann útaf með rautt í þeim leik. Eða reyndar ekki fiskað, ég fékk tveggja fóta tæklingu beint í sköflunginn frá Kiko Insa. Það var greinilega einhver smá pirringur í Reykjanesbænum," sagði Böðvar sem segir að hann og Einar Orri hafi sæst í kjölfarið og séu góðir í dag.

„Ég og Einar Orri höfum talast saman eftir þetta og við erum meira en bara góðir," sagði Böddi en Einar Orri valdi Bödda til að mynda í draumaliðið sitt sumarið 2017.

Hægt er að hlusta á Miðjuna með Bödd löpp hér.
Athugasemdir
banner
banner