Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. júní 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Böddi var ár að jafna sig á tapinu gegn Stjörnunni
Böddi í leik gegn Stjörnunni sumarið 2014.
Böddi í leik gegn Stjörnunni sumarið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böðvar Böðvarsson leikmaður Jagiellonia Bia?ystok í Póllandi og fyrrum leikmaður FH er gestur Miðjunnar að þessu sinni.

Þar rifjar hann upp tapið gegn Stjörnunni í hreinum úrslitaleik sumarið 2014 og hversu lengi hann var að jafna sig eftir það tap. Þrátt fyrir að hafa verið ónotaður varamaður í tapleiknum sjálfum.

„Ég held að ég hafi í alvörunni verið í ár að jafna mig eftir þetta. Samt spilaði ég ekki þennan leik. Ég hélt að FH myndi fá annan vinstri bakvörð og þetta hefði verið mitt eina tækifæri til að verða Íslandsmeistari. Ég var bara þar. Ég var svo nojaður yfir þessu. Síðan var ég hittandi Stjörnustráka á einhverjum skólaböllum og ég gat ekki umgengst þá," sagði Böddi lék 11 leiki með FH í Pepsi-deildinni þetta tímabil, sitt fyrsta alvöru tímabil með FH.

„Svo endar þetta þannig að ég og Kassim Doumbia sátum hlið við hlið í klefanum báðir hágrátandi. Þetta var hræðilegt moment. Þetta gerði Íslandsmeistaratitlinn árið eftir enn sætari."

Böddi segir að þetta hafi hjálpað liðinu fyrir næsta tímabil.

„Ég horfði á svipmyndir úr Stjörnuleiknum deginum fyrir leikinn gegn Fjölni þar sem við tryggjum okkur Íslandsmeistaratitilinn. Þetta endaði vel en þetta svíður ennþá smá."

Hægt er að hlusta á Miðjuna með Bödd löpp hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner