Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. júní 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átjándi leikurinn í röð í riðlakeppni án taps
Mynd: Getty Images
Þýskaland vann í gær 1-0 sigur á Spánverjum í Valenciennes á HM kvenna í Frakklandi. Þetta var annar leikur Þýskalands í mótinu og annar leikurinn sem vannst. Fyrsti leikurinn fór einnig 1-0.

Sara Dabritz gerði eina mark leiksins þegar hún stakk sér framfyrir varnarmann Spánverja í frákasti.

Þetta var átjandi leikurinn í röð í riðlakeppni sem Þýskaland tapar ekki. Þær hafa unnið fjórtán af þessum átján leikjum og gert fjögur jafntefli.

Ekkert lið hefur spilað fleiri leiki í röð án þess að tapa í riðlakeppni HM. Þýskaland hefur aðeins einu sinni tapað í riðlakeppni HM. Það tap kom árið 1995 þegar Svíþjóð sigraði þýska liðið. 23 leikir, fjögur jafntefli, eitt tap og nítján sigrar alls.

Í dag fer fram leikur Kína og Suður Afríku í riðlinum sem Þýskaland og Spánn leika í, B-riðli.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner