Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 12. júní 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forstjóri Atletico: Griezmann fer til Barcelona
Mynd: Getty Images
Forstjóri Atletico Madrid, Gil Marin, hefur staðfest að Antoine Griezmann muni yfirgefa félagið í sumar og ganga í raðir Barcelona.

Mikið hefur verið rætt um Griezmann undanfarin mánuð og talað var um að Barcelona væri tilbúið borga riftunarupphæð Griezmann, 108 milljónir punda, fyrir franska landsliðsmanninn.

Áður hafði Griezmann sjálfur sagt frá því að hann vildi yfirgefa Atletico.

Marin tjáði sig um framtíð Griezmann á spænskri útvarpsstöð í dag.

„Fyrir mér er það mjög augljóst hvar Griezmann muni spila, það hefur verið vitað síðan í mars. Hann mun spila í Barcelona."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner