mið 12. júní 2019 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM kvenna: Vítaspyrna Le Sommer bjargaði Renard
Eugenie Le Sommer skoraði úr vítaspyrnu.
Eugenie Le Sommer skoraði úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Frönsku landliðskonurnar svekktar eftir sjálfsmarkið.
Frönsku landliðskonurnar svekktar eftir sjálfsmarkið.
Mynd: Getty Images
Frakkland 2-1 Noregur
1-0 Valerie Gauvin ('46 )
2-0 Wendie Renard ('54 , sjálfsmark)
3-0 Eugenie Le Sommer ('72 , víti)

Frakkland mætti í kvöld Noregi í A-riðli HM kvenna í Frakklandi. Leikið var á Allianz Riviera í Nice.

Liðin voru fyrir leikinn jöfn með þrjú stig eftir fyrstu leiki sína.

Markalaust var í leikhléi en strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks átti Amel Majri fyrirgjöf af vinstri kantinum sem Valerie Gauvin stýrði í netið.

Á 54. mínútu jafnaði Noregur leikinn. Wendie Renard gerði það með sjálfsmarki sem var stórkostlega klaufalegt. Renard stýrði fyrirgjöf Isabell Herlovsen í netið undir engri pressu.

Franska liðið fékk fleiri færi í leiknum í kvöld og náði að komast aftur yfir. Á 69. mínútu sparkaði Ingrid Syrstad Engen í Amel Majri innan vítateigs og vítaspyrna dæmd í kjölfarið.

Eugenie Le Sommer steig á punktinn og tryggði franska liðinu sigurinn því fleiri mörk voru ekki skoruð. Franska liðið er því með sex stig á toppi riðilsins. Fyrr í dag vann Nígería 2-0 sigur á Suður Kóreu og því eru Noregur og Nígería með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner