Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. júní 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðrómur um að vináttuleikur Lyon og Liverpool tengist Fekir
Mynd: Getty Images
Langsóttum hugdettum var hent fram af Le Progres, blaði í Lyon og stuðningsmannasíðunni Foot 01, sem tengist Nabil Fekir og Liverpool.

Eins og flestir vita var Fekir svo gott sem genginn í raðir Liverpool í fyrra áður en samningaviðræður slitnuðu og úr varð að Fekir varð áfram í Lyon.

Hugdettan var sú að Lyon ætlaði að nota komandi vináttuleik við Liverpool, sem fram fer 31. júlí, sem eihverskonar afsökunarbeiðni. Félagið sé í raun að biðjast afsökunar á því að félagaskiptin gengu ekki í gegn í fyrra.

Samkvæmt þessum orðrómum er Liverpool enn áhugasamt um Fekir og Lyon mun ekki koma í veg fyrir að hann fari til Liverpool.

Fekir er á síðasti ári á samningi sínum og gæti kostað um fimmtán milljónir evra.

Það er ekkert sem styður þessar sögur frá Frakklandi en hver veit nema Fekir endi hjá Liverpool eftir allt saman?

Athugasemdir
banner
banner