Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 13. júní 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland í dag - Ólsarar mæta á Extra völlinn
Hvað gerir Ejub í Grafarvoginum?
Hvað gerir Ejub í Grafarvoginum?
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Helgi Guðjónsson hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir Fram í Inkasso í sumar.
Helgi Guðjónsson hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir Fram í Inkasso í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Árni Róbertsson hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum.
Adam Árni Róbertsson hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Í dag mætir íslenska kvennalandsliðið liði Finna í Turku. Hægt verður að streyma leiknum í gegnum miðla KSÍ.

Klukkan 17:00 hefst sjöunda umferðin í Inkasso deildinni. Þá verður flautað til leiks á Grenivík þar sem heimamenn í Magna taka á móti Njarðvík. Magni hefur byrjað tímabilið brösulega og er í botnsæti deildarinnar.

Liðið missti einnig á dögunum einn af sínum öflugustu leikmönnum þegar Bjarni Aðalsteinsson var kallaður heim í KA.

Á Nettóvellinum í Keflavík taka heimamenn á móti Þrótti. Keflavík tapaði sínum fyrsta leik þegar liðið lá gegn Gróttu í fimmtu umferð.

Í Mosó koma Haukar í heimsókn. Liðin er u í 10. og 11. sæti deildarinnar. Sigri Afturelding er liðið búið að skilja Haukana sex stigum fyrir neðan sig.

Á Extra vellinum koma Ólsarar í heimsókn. Báðum liðum var spáð góðu gengi í sumar. Ólafsvík, ásamt Keflavík, hefur aðeins leikið fimm leiki og er aðeins þremur stigum á eftir topplið Fjölnis með einn leik til góða.

Á Framvellinum mæta strákarnir hans Óskars Hrafn liði Framara undir stjórn Jóns Sveinssonar. Framarar hafa byrjað vel og eru með ellefu stig í þriðja sæti deildarinnar. Grótta er í sjöunda sæti með átta stig.

Þá fara fram þrir leikir í A-riðli 4. deildar og einn í D-riðli. Stöðuna í riðlunum má sjá neðst í fréttinni.

A-landslið kvenna - Vináttuleikir 2019
15:30 Finnland-Ísland (Veritas Stadium)

Inkasso deildin - 1. deild karla
17:00 Magni-Njarðvík (Grenivíkurvöllur)
19:15 Keflavík-Þróttur R. (Nettóvöllurinn)
19:15 Afturelding-Haukar (Varmárvöllur - gervigras) (Stöð2Sport)
19:15 Fjölnir-Víkingur Ó. (Extra völlurinn)
19:15 Fram-Grótta (Framvöllur)

4. deild karla - A-riðill - 4. deild karla
20:00 Ýmir-Vatnaliljur (Versalavöllur)
20:00 Mídas-Björninn (Víkingsvöllur)
20:00 Árborg-Ísbjörninn (JÁVERK-völlurinn)

4. deild karla - D-riðill - 4. deild karla
20:00 Kóngarnir-Kría (Þróttarvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner