Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 13. júní 2019 09:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd með lokatilraun í Griezmann - Fer Fekir til Liverpool?
Powerade
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan fimmtudag! Vikan flýgur áfram og nú er komið að því að sjá hvað ensku götublöðin bjóða okkur upp á. Hverju á að taka mark á og hverju ekki? Það er stóra spurningin!

Þó allt bendi til þess að Antoine Griezmann (28), sóknarmaður Atletico Madrid, muni fara til Barcelona þá vill Manchester United gera lokatilraun til að krækja í franska framherjann. Unitet er tilbúið að bjóða Atletico 95 milljónir punda í leikmanninn. (Sun)

Liverpool hefur endurnýjað áhuga sinn á sóknarmiðjumanninum Nabil Fekir (25) hjá Lyon. Félagið mun þó ekki borga þær 53 milljónir punda sem Lyon vildi fá fyrir franska landsliðsmanninn síðasta sumar. (Le Progres)

Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, er kominn til London til að ganga frá samkomulagi við Maurizio Sarri, stjóra Chelsea. (Calciomercato)

Chelsea mun neita að láta Sarri fara þar til Juventus samþykkir að borga skaðabótagreiðslur. (Mail)

Emerson Palmieri (24), varnarmaður Chelsea, hefur verið orðaður við Juventus en segist ánægður á Stamford Bridge. (Star)

Manchester United hefur útilokað að gera tilboð í velska vængmanninn Gareth Bale (29) hjá Real Madrid. United hefur ekki lengur áhuga á leikmanninum. (Evening Standard)

West Ham er nálægt því að krækja í spænska sóknarmiðjumanninn Pablo Fornals (23) hjá Villarreal og gæti gengið frá 24 milljóna punda kaupum í lok vikunnar. (Guardian)

Chelsea mun ekki nýta sér klásúlu um kaup á Mateo Kovacic (25) hjá Real Madrid. Krótatinn fer líklega aftur til Inter. (Mail)

AC Milan hefur áhuga á að kaupa króatíska miðvörðinn Dejan Lovren (29) frá Liverpool. (Sky Sports)

Liverpool er aðeins tilbúið að láta Lovren fara ef félagið fær að minnsta kosti 25 milljónir punda fyrir varnarmanninn. (Times)

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku (26) hjá Manchester United hefur sagt að Antonio Conte hjá Inter sé besti stjóri í heimili. Þá segist hann alltaf hafa dreymt um að spila á Ítalíu. (ESPN)

Manchester United vill fá að minnsta kosti 150 milljóna punda fyrir franska miðjumanninn Paul Pogba (26) í sumar. (Mirror)

Arsenal er í viðræðum við Saint-Etienne um franska varnarmanninn William Saliba (28). (Le10Sport)

Yannick Carrasco (25), belgíski vængmaðurinn hjá Dalian Yifang í Kína, vonast til að snúa aftur til Evrópu í sumar en Arsenal hefur áhuga á honum. (Mirror)

Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira (23) segir að það séu ekki margir hlutir sem hann njóti á Englandi eftir að hafa farið frá Sampdoria til Arsenal síðasta sumar. (Ovacion)

Wolves hefur haft samband við enska úrvalsdeildarfélagið Burnley varðandi enska varnarmanninn James Tarkowski (26) en Leicester hefur einnig áhuga á honum. (Times)

Enski varnarmaðurinn Kyle Walker (29) ætlar að ræða við Manchester City um að framlengja samning sinn við Englandsmeistarana. (Sun)

Manchester City virðist vera að missa af Lucien Agoume (17) hjá Sochaux en þessi unglingalandsliðsmaður Frakklands, sem er fæddur í Kamerún, virðist á leið til Inter. (Star)

Aston Villa, sem komst upp í ensku úrvalsdeildina, undirbýr 14 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn Kalvin Phillips (23) hjá Leeds United. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner