Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 13. júní 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Jóhann Helgi frá vegna höfuðmeiðsla
Jóhann Helgi.
Jóhann Helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins í Inkasso-deildinni vegna höfuðmeiðsla og óvíst er hvenær hann getur snúið aftur inn á völlinn.

Í samtali við Fótbolta.net segir Jóhann Helgi að staðan sé í óvissu. Hann segir að hann missi í það minnsta af næstu tveimur leikjum Þórs en síðan verði framhaldið að koma í ljós.

Jóhann Helgi fékk höfuðhögg í mars og hefur fundið fyrir einkennum síðan þá. Hann lék fyrstu fjóra leiki Þórs í Inkasso-deildinni en hefur síðan þá verið utan hóps.

Þór heimsækir Leikni R. í Breiðholtinu á laugardaginn í 7. umferð Inkasso-deildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner