Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. júní 2019 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Vignir tæpur fyrir stórleikinn gegn Stjörnunni
Vignir Jóhannesson.
Vignir Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Daði Freyr Arnarsson.
Daði Freyr Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tekur á móti Stjörnunni í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar annað kvöld þegar þrír leikir fara fram á sama tíma klukkan 19:15.

Óljóst er hvort að Vignir Jóhannesson markvörður FH geti leikið þann leik vegna meiðsla. Vignir er að fylla skarð Færeyingsins, Gunnars Nielsen sem er handarbrotinn og hefur leikið síðustu fimm leiki FH í Pepsi Max-deildinni.

„Það kemur í ljós seinna í dag. Hann meiddist á æfingu í fyrradag og við verðum að skoða þetta betur í dag og sjá hvort þetta sé alvarlegt eða ekki," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH í samtali við Fótbolta.net.

Svo gæti því farið að Daði Freyr Arnarsson leiki í marki FH í leiknum annað kvöld. Daði Freyr sem er alinn upp á Ísafirði gekk í raðir FH í janúar 2016 en hann hefur þó ekki leikið með FH í efstu deild enn sem komið er.

Í fyrra var hann lánaður til Vestra í 2. deildina og lék með 18 leiki með liðinu í 2. deildinni. Hann lék einnig með Vestra í 2. deildinni sumarið 2017 á láni.

8. umferð Pepsi Max-deildarinnar:

föstudagur 14. júní
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

laugardagur 15. júní
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
17:00 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner