Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. júní 2019 17:28
Elvar Geir Magnússon
Bragðdauft markalaust jafntefli kvennalandsliðsins
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnland 0 - 0 Ísland

Íslenska kvennalandsliðið gerði markalaust jafntefli við Finnland í fyrri vináttulandsleik þjóðanna. Leikurinn í dag fór fram í Turku og tefldi Jón Þór Hauksson fram reyndu byrjunarliði.

Leikurinn er hluti af undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM en þau mætast aftur í Finnlandi á mánudaginn.

Finnska liðið var ívið sterkara í leiknum í dag en Ísland komst næst því að skora þegar Elín Metta Jensen átti skot í þverslá snemma leiks.

Annars var leikurinn mjög bragðdaufur. Vonandi verður meira stuð á mánudaginn.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í sínum fyrsta A-landsleik. Áslaug er fædd 2001 og kemur frá Hetti á Egilsstöðum.


Lið Íslands:
Sandra Sig­urðardótt­ir
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir
Anna Björk Kristjáns­dótt­ir
(81 Ásta Eir Árnadóttir)
Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir
(59 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir)
Agla María Al­berts­dótt­ir
Dagný Brynj­ars­dótt­ir
(81 Margrét Lára Viðarsdóttir)
Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir
(81 Alexandra Jóhannsdóttir)
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir
Fann­dís Friðriks­dótt­ir
(59 Hlín Eiríksdóttir)
Elín Metta Jen­sen
Athugasemdir
banner
banner