Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 13. júní 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á þessum degi fyrir fimm árum - Flugskalli Van Persie
Mynd: Getty Images
Á þessum degi fyrir fimm árum var Heimsmeistaramótið í Brasilíu að fara á fulla ferð.

Ríkjandi Heimsmeistararar frá Spáni mættu Hollandi í stórleik á þessum degi fyrir fimm árum. Þetta voru liðin sem mættust í úrslitaleik HM 2010. Þá unnu Spánverjar 1-0 eftir framlengingu.

Xavi Alonso kom Spánverjum yfir úr vítaspyrnu, en Hollendingar gáfust ekki upp og jöfnuðu stuttu fyrir leikhlé. Markið skoraði þáverandi sóknarmaður Manchester United, Robin van Persie.

Markið var stórglæsilegt, Van Persie skoraði markið með flugskalla eftir langa sendingu Daley Blind.

Hollendingar unnu leikinn 5-1 og enduðu í þriðja sæti á þessu móti. Holland hefur ekki komist á síðustu tvö stórmót. Næsta stórmót er EM alls staðar á næsta ári.

Van Persie lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hann endaði ferilinn hjá Feyenoord í Hollandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner