banner
   fim 13. júní 2019 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: Magnaður viðsnúningur Ástralíu gegn Brasilíu
Mikil gleði.
Mikil gleði.
Mynd: Getty Images
Ástralía fagnar.
Ástralía fagnar.
Mynd: Getty Images
Ástralía 3 - 2 Brasilía
0-1 Marta ('27 , víti)
0-2 Cristiane ('39 )
1-2 Caitlin Foord ('45 )
2-2 Chloe Logarzo ('58 )
3-2 Monica ('69 , sjálfsmark)

Brasilía byrjaði býsna vel gegn Ástralíu á HM kvenna í Frakklandi í dag. Brasilía komst yfir með marki frá Mörtu á 27. mínútu. Hún skoraði úr vítaspyrnu.

Cristiane, sem gerði þrennu í fyrsta leik gegn Jamaíka, kom Brasilíu í 2-0 á 39. mínútu. Þess má geta að Marta er 33 ára og Cristiane 34 ára. Reynsluboltar báðar tvær.

Þær áströlsku gáfust ekki upp og minnkuðu muninn á besta tíma. Caitlin Foord skoraði rétt fyrir leikhlé. Á 58. mínútu jafnaði svo Ástralía þegar Chloe Logarzo skoraði af löngu færi. Hvort þetta var sending eða skot er ekki vitað.


Nokkrum mínútum síðar komst svo Ástralía 3-2 yfir þegar Monica, fyrirliði Brasilíu, skoraði klaufalegt sjálfsmark. Það var nokkur töf á leiknum eftir markið þar sem dómari leiksins skoðaði það með VAR hvort það hefði verið rangstaða í aðdraganda þess. Hún mat að svo hefði verið ekki og því markið gott og gilt.

Endurkoman fullkomuð og Brasilía náði ekki að svara. Lokatölur 3-2 fyrir Ástralíu sem vinnur sinn fyrsta leik á mótinu. Ástralía tapaði dramatískt gegn Ítalíu í fyrsta leik.

Brasilía, Ítalía og Ástralía eru öll með þrjú stig í C-riðli. Ítalía og Jamaíka mætast á morgun.

Klukkan 19:00 í kvöld mætast Suður-Afríka og Kína.


Athugasemdir
banner
banner
banner