Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. júní 2019 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland gæti verið áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar
Icelandair
Mynd: Eyþór Árnason
Svo gæti farið að íslenska landsliðið haldi sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. UEFA er að skoða breytingar sem yrðu til þess að liðin sem féllu úr A-deildinni í fyrra muni halda sæti sínu.

Ísland var í A-deildinni og lenti þar í riðli með Belgíu og Sviss. Ísland tapaði öllum leikjum sínum og féll úr A-deildinni.

Sky Sports segir frá því að UEFA sé að skoða að fjölga liðum í A-deild þannig að það yrðu fjögur lið í hverjum riðli, en ekki þrjú lið. Þetta sé til þess að fækka þýðingarlitlum vináttulandsleikjum enn frekar.

Ásamt Íslandi þá féll Þýskaland, Pólland og Króatía úr A-deildinni. Ef breytingarnar taka gildi þá myndu þessar þjóðir vera áfram í A-deild.

Þjóðadeildin á að hefja göngu sína aftur í september á næsta ári.

Sjá einnig:
Þjóðadeildin gæti hjálpað Íslandi að komast á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner