Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. júní 2019 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Gunnar Örvar með þrennu í fyrsta sigri Magna
Gunnar skoraði þrennu.
Gunnar skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 3 - 2 Njarðvík
0-1 Andri Fannar Freysson ('37 , víti)
1-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('45 , víti)
2-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('50 )
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('69 )
3-2 Andri Gíslason ('75 )
Lestu nánar um leikinn

Fyrsti sigur Magna í Inkasso-deildinni er kominn. Liðið vann Njarðavík á heimavelli sínum á Grenivík í dag.

Það var Njarðvík sem komst yfir í leiknum þegar fyrirliðinn Andri Fannar Freysson skoraði úr víti. Heimamenn náðu að jafna fyrir leikhlé og var það Gunnar Örvar Stefánsson sem gerði það. Hann skoraði einnig úr vítaspyrnu. Tvær vítaspyrnur og tvö mörk.

Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Gunnar Örvar í annað sinn og kom Magna yfir. Hann fullkomnaði svo þrennu sína á 69. mínútu leiksins. „HVER ANNAR!!! Fullkomnar þrennu sína og mögulega stigin þrjú fyrir Magna! Frosti er á undan varnarmanni í boltann og setur hann í fyrsta inn fyrir á Gunnar sem að á ekki í nokkrum vandræðum með að leggja boltann framhjá Brynjari í hornið! Ískaldur, að vanda. Gunnar þrennukall," skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Andri Gíslason minnkaði muninn aftur fyrir Njarðvík þegar stundarfjórðungur var eftir. Stuttu síðar varði Aron Elí í marki Magna frábærlega.

Magni náði að halda út og landa sínum fyrsta deildarsigri í sumar, í sjöundu umferðinni. Með þessum sigri fer Magni upp í 11. sæti deildarinnar. Haukar eru núna á botninum, eina liðið sem hefur ekki enn unnið leik.

Þetta er þriðja tap Njarðvíkur í röð og er liðið núna í níunda sæti með sjö stig. Njarðvík aðeins að hiksta eftir sterka byrjun á sumrinu.

Leikir klukkan 19:15 - Beinar textalýsingar
Fjölnir - Víkingur Ó.
Fram - Grótta
Afturelding - Haukar
Keflavík - Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner