Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. júní 2019 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri ákveður að taka sér frí frá fótbolta
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, fyrrum knattspyrnustjóri Juventus, er á leið í árs frí frá fótbolta.

Allegri var rekinn frá Juventus í maí. Allegri hefur verið í fimm ár hjá Juventus og unnið Ítalíumeistaratitilinn öll árin. Alls hefur hann unnið ellefu bikara sem stjóri liðsins.

„Ég ætla að taka mér eitt ár í frí til að endurhlaða batteríin," sagði Allegri á viðburði í Mílanó. BBC segir frá.

Allegri segist ætla að nota næsta árið í það að verja tíma með fjölskyldunni.

Allegri er 51 árs gamall og var hann við stjórnvölinn hjá AC Milan áður en hann tók við Juventus árið 2014. Hann hefur einnig stýrt Aglianese, SPAL, Grosseto, Sassuolo og Cagliari á sínum þjálfaraferli.

Sjá einnig:
Ítalski boltinn - Uppgjör tímabilsins



Athugasemdir
banner
banner