Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. júní 2019 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Ólsarar á toppnum - Fyrsti sigurleikur Hauka
Ejub er með sína menn á toppnum.
Ejub er með sína menn á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar unnu sinn fyrsta leik.
Haukar unnu sinn fyrsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Freyr skoraði sigurmark Gróttu.
Axel Freyr skoraði sigurmark Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur vann endurkomusigur á Keflavík.
Þróttur vann endurkomusigur á Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það virðast allir geta unnið alla í Inkasso-deild karla. Magni vann sinn fyrsta leik í deildinni áðan og Haukar eru einnig búnir að vinna sinn fyrsta leik.

Haukar og Magni voru einu lið deildarinnar sem höfðu ekki unnið leik fyrir sjöundu umferðina. Núna eru öll lið deildarinnar búin að vinna að minnsta kosti einn leik.

Haukar fóru í Mosfellsbæ og unnu þar góðan sigur gegn Aftureldingu. Þórður Jón Jóhannesson og Arnar Aðalgeirsson skoruðu mörk Hauka í fyrri hálfleik með skalla. Staðan var 2-0 að loknum fyrri hálfleiknum.

Djordje Panic minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 70. mínútu, en heimamenn komust ekki lengra og lokatölur 2-1 fyrir Hauka sem geta loksins fagnað sigri.

Haukar eru komnir upp úr fallsæti og eru með sex stig eins og Afturelding. Magni er á botninum með fimm stig.

Töframaðurinn Ejub með sína menn á toppinn
Ejub Purisevic virðist alltaf ná að búa til gott lið þrátt fyrir miklar mannabreytingar hjá Víkingi Ólafsvík. Hann er kominn með sína menn á topp deildarinnar eftir útisigur gegn Fjölni.

Sallieu Capay Tarawallie og Martin Cristian Kuittinen skoruðu fyrir Ólsara í fyrri hálfleik. Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn fyrir Fjölni úr vítaspyrnu áður en Ívar Örn Árnason tryggði sigur Víkings. Lokatölur 3-1.

Víkingur er á toppi deildarinnar með 13 stig eins og Fjölnir. Ólafsvíkingar eiga leik til góða á Fjölni. Þór kemur næst með 12 stig, en Þórsarar leika við Leikni í lokaleik umferðarinnar á laugardag.


Fram virtist vera á leiðinni á toppinn lengi vel. Fram var 2-1 yfir gegn Gróttu þegar lítið var eftir, en strákarnir hans Óskars Hrafns Þorvaldssonar gáfust ekki upp og náðu að snúa leiknum sér í vil síðustu mínúturnar.

Pétur Theódór Árnason jafnaði á 83. mínútu og skoraði Axel Freyr Harðarson sigurmarkið í uppbótartíma. Mikil dramatík í Safamýrinni í kvöld.

Í stað þess að fara á toppinn er Fram með 11 stig, líkt og Grótta. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti.

Þróttarar með endurkomu í Keflavík
Í Keflavík kom Þróttur Reykjavík til baka gegn heimamönnum sem komust snemma yfir. Adam Ægir Pálsson kom Keflavík yfir þegar sex mínútur voru liðnar.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en Þróttarar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Daði Bergsson jafnaði og kom Rafael Victor liði Þróttar yfir. Aron Þórður Albertsson gerði þriðja mark Þróttar og ekki voru liðnar 20 mínútur af seinni hálfleik.

Frábær byrjun í seinni hálfleiknum skilaði Þrótti þessum sigri og er liðið í sjöunda sæti með 10 stig. Keflavík er einnig með 10 stig í sjötta sæti.

Afturelding 1 - 2 Haukar
0-1 Þórður Jón Jóhannesson ('5 )
0-2 Arnar Aðalgeirsson ('37 )
1-2 Djordje Panic ('70 )
Lestu nánar um leikinn

Keflavík 1 - 3 Þróttur R.
1-0 Adam Ægir Pálsson ('6 )
1-1 Daði Bergsson ('53 )
1-2 Rafael Alexandre Romao Victor ('58 )
1-3 Aron Þórður Albertsson ('63 )
Lestu nánar um leikinn

Fram 2 - 3 Grótta
0-1 Sölvi Björnsson ('4 )
1-1 Frederico Bello Saraiva ('32 )
2-1 Frederico Bello Saraiva ('35 )
2-2 Pétur Theódór Árnason ('83 )
2-3 Axel Freyr Harðarson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir 1 - 3 Víkingur Ó.
0-1 Sallieu Capay Tarawallie ('14 )
0-2 Martin Cristian Kuittinen ('34 )
1-2 Albert Brynjar Ingason ('51 , víti)
1-3 Ívar Örn Árnason ('76 )
Lestu nánar um leikinn

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni. Það gæti tekið hana nokkurn tíma að uppfæra sig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner