Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. júní 2019 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir mánuðir frá niðurlægingu - Nú er liðið á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík er komið á toppinn í Inkasso-deild karla eftir leiki kvöldsins í deildinni.

Víkingur Ó. heimsótti Fjölnir og vann þar 3-1 sigur.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Þessi úrslit og þessi staða í deildinni er athyglisverð í ljósi þess að fyrir tæpum tveimur mánuðum þá tapaði Víkingur fyrir 4. deildarliði Úlfanna í Mjólkurbikarnum, 6-2.

Af þeim spiluðu leikinn gegn Úlfunum voru sjö í byrjunarliði í kvöld. Þess ber þó að geta að allir þrír markaskorarnir spiluðu ekki gegn Úlfunum.

Þetta sýnir það hvað Ejub er fljótur að búa til öflugt lið. Enn og aftur er hann að sýna það hversu góður hann er í því að búa til lið eftir miklar mannabreytingar.

Bretinn Lucas Arnold fylgist gríðarlega mikið með íslenska boltanum en hann vinnur sem ráðgjafi hjá Football Radar í London og þar fjallar hann um Pepsi Max-deildina. Hann sá úrslitin úr Inkasso-deildinni í kvöld og hrífst af Ólsurum.



Ejub: Fjölnir getur spilað miklu betur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner