Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. júní 2019 09:04
Elvar Geir Magnússon
Woodgate og Keane taka við Middlesbrough (Staðfest)
Woodgate fæddist í Middlesbrough og lék yfir 100 leiki fyrir félagið.
Woodgate fæddist í Middlesbrough og lék yfir 100 leiki fyrir félagið.
Mynd: Getty Images
Middlesbrough, sem leikur í Championship-deildinni, hefur ráðið Jonathan Woodgate sem nýjan stjóra.

Woodgate er 39 ára og er fyrrum varnarmaður liðsins, þá lék hann með enska landsliðinu á sínum tíma.

Woodgate var í þjálfarateymi Boro á liðnu tímabili en tekur nú við stjórnartaumunum eftir að Tony Pulis var látinn fara eftir tímabilið.

Woodgate fæddist í Middlesbrough og lék yfir 100 leiki fyrir félagið.

Robbie Keane, aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Woodgate en Boro hafnaði í sjöunda sæti í Championship-deildinni á liðnu tímabili.

Keane og Woodgate voru samherjar á sínum tíma, bæði hjá Leeds og Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner