Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. júní 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Copa America að hefjast - Það sem þú þarft að vita
Lionel Messi er með Argentínu en Neymar er ekki með Brasilíu vegna meiðsla.
Lionel Messi er með Argentínu en Neymar er ekki með Brasilíu vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Mótið fer fram í Brasilíu.
Mótið fer fram í Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Eder Militao og Philippe Coutinho á æfingu Brasilíu í vikunni.
Eder Militao og Philippe Coutinho á æfingu Brasilíu í vikunni.
Mynd: Getty Images
Alfredo Morelos.
Alfredo Morelos.
Mynd: Getty Images
Eftir miðnætti í kvöld hefst Suður-Ameríku bikarinn, Copa America. Brasilía mætir Bólivíu klukkan 00:30. Keppnin er haldin í Brasilíu.

Það má búast við alvöru veislu með Suður-Amerískum fótbolta og auk þess eru Japan og Katar gestalið á mótinu, eins undarlegt og það hljómar.

Síle vonast til að vinna keppnina þriðja árið í röð en liðið fagnaði sigrum 2015 og 2016.

Hér má sjá það helsta sem þú þarft að vita fyrir komandi keppni!

Hvenær fer keppnin fram? Hún er spiluð á þremur vikum, 15. júní til 7. júlí.

Hvar er hægt að horfa? Stöð 2 Sport sýnir beint frá leikjum mótsins.

Hvernig fyrirkomulag er á keppninni? Tólf lið skiptast í þrjá riðla. Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í útsláttarkeppni og auk þess fara tvö af þremur liðum sem enda í þriðja sæti áfram.

A-riðill:
Brasilía, Bólivía, Venesúela, Perú

B-riðill:
Argentína, Kólumbía, Paragvæ, Katar.

C-riðill:
Úrúgvæ, Ekvador, Japan, Síle.

Leikvangarnir sem notaðir eru:
Maracanã Stadium - Rio de Janeiro (74.738)
Estádio do Morumbi - São Paulo (67.428)
Estádio Mineirão - Rio de Janeiro (58.170)
Arena do Grêmio - São Paulo (55.662)

Af hverju eru Japan og Katar í Copa America?
Knattspyrnusamband Suður-Ameríku krefst þess að tólf lið að lágmarki taki þátt í mótinu. Það var þó mjög óvænt að þessum landsliðum hafi verið boðið sem gestaliðum.

Fylgist með þessum:
Stórstjarnan Neymar verður ekki með Brasilíu á mótinu vegna meiðsla. En það er þó nóg af leikmönnum sem vert er að gefa gaum. Lionel Messi er með argentínska liðinu en hér eru fleiri áhugaverðir leikmenn:

Giovani Lo Celso - Argentína
Fæddur í Rosario en fór árið 2016 til Paris Saint-Germain, er í dag 23 ára gamall. Hann er núna hjá Real Betis og er sterklega orðaður við Tottenham. Lo Celso skoraði 16 mörk fyrir Betis á liðnu tímabili.

Eder Militao - Brasilía
21 árs miðvörður sem hefur risið hratt upp stjörnuhimininn. Hann lék aðeins eitt tímabil með Sao Paulo áður en hann hélt til Porto 2018 og í júlí verður hann formlega orðinn leikmaður Real Madrid. Á aðeins fjóra landsleiki að baki.

Renato Tapia - Perú
Er aðeins 23 ára gamall en er þegar með 40 landsleiki og 76 leiki í hollensku deildinni með Twente, Feyenoord og Willem II. Perú sýndi skemmtileg tilþrif á HM en var óheppið að komast ekki upp úr riðli sínum.

Alfredo Morelos - Kólumbía
22 ára leikmaður Rangers í Skotlandi sem skoraði 18 mörk í 30 leikjum á liðnu tímabili. Er skapheitur og fékk fimm rauð spjöld á tímabilinu.

Lucas Torreira - Úrúgvæ
Þessi 23 ára miðjumaður leikur fyrir Arsenal. Byrjaði aðalliðsferil sinn í ítölsku A-deildinni og hefði getað valið að leika fyrir Ítalíu.

Hér má sjá leikjalista mótsins

Hverjir eru sigurstranglegastir? Veðbankar telja Brasilíumenn sigurstranglegasta, Argentína og Úrúgvæ koma þar á eftir og svo loks ríkjandi meistarar í Síle.
Athugasemdir
banner