Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. júní 2019 11:43
Elvar Geir Magnússon
Maradona hættir hjá Dorados að læknisráði
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Maradona er hættur sem þjálfari mexíkóska B-deildarliðsins Dorados. Hann var tæplega eitt ár í starfinu.

Samkvæmt fréttum mun Maradona fara í aðgerð á öxl og hné en hann notaðist mikið við göngustaf á tíma sínum í Mexíkó.

Þessi 58 ára fyrrum heimsmeistari með Argentínu og einn besti leikmaður allra tíma var á sjúkrahúsi í janúar.

„Saman þá sýndum við heiminum að fótbolti snýst um ástríðu og hjarta. Við komum heiminum á óvart. Takk fyrir allt stjóri! Skjótan bata og við sjáumst bráðlega!" segir í Twitter-færslu frá Dorados.

Maradona ákvað að láta af störfum og einbeita sér að heilsu sinni. Dorados var fimmta liðið sem hann þjálfar en áður hafði hann stýrt Mandiyu de Corrientes, Racing Club, Al Wasl og Fujairah FC.

Þá stýrði hann Argentínu á HM 2010 og kom liðinu í 8-liða úrslit.

Sjá einnig:
Maradona segist geta bjargað United


Athugasemdir
banner
banner
banner