Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 14. júní 2019 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville og Elísabet láta hollenskan þjálfara heyra það
Phil Neville.
Phil Neville.
Mynd: Getty Images
Raymond Verheijen.
Raymond Verheijen.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Raymond Verheijen, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Wales, fór á Twitter í vikunni og gagnrýndi þar gæði leikmanna og þjálfara á HM kvenna í Frakklandi.

Hinn 47 ára gamli Verheijen, sem er aðallega styrktarþjálfari, hefur gagnrýnt þjálfunaraðferðir nokkra enskra úrvalsdeildarfélaga í gegnum tíðina. Árið 2013 gagnrýndi hann David Moyes, þáverandi stjóra Manchester United, fyrir aðferðir hans á æfingum.

Í Twitter-færslu á miðvikudag skrifaði hann: „Hingað til, þá hefði verið betra ef þetta HM hefði verið spilað á bak við luktar dyr. Spilamennskan hefur verið hreinasta hörmung. Eins og að horfa á gras vaxa."

„Ein af ástæðunum er sú að flest lið eru þjálfuð af afgöngum úr karlaleiknum sem ekki vita neitt, frekar en bestu kvenkyns þjálfurunum."

Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi í gær. England mætir Argentínu á HM í dag.

„Hann hefur gagnrýnt (Sir Alex) Ferguson, (Arsene) Wenger, (Mauricio) Pochettino, (Jurgen) Klopp. Alla bestu knattspyrnustjóra í heimi. Þessi gagnrýni hans núna er örugglega beint að mér vegna þess að ég var í þjálfarateymi David Moyes hjá Manchester United. Þessi maður hefur gagnrýnt alla."

„Hann er stríðsmaður á lyklaborðinu. Hann situr og talar eins og enginn sé morgundagurinn, en ég sé hann aldrei vinna hjá einu af bestu fótboltaliðum heims. Hann fær ekki vinnu."

„Það geta allir setið og talað - Raymond farðu og fáðu þér vinnu," sagði Neville.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni, lét Hollendinginn heyra það á Twitter eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner