Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. júní 2019 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Gerðum þetta að of miklum baráttuleik
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Úrslitin eru vonbrigði," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir markalaust jafntefli gegn Finnlandi í vináttulandsleik í gær.

„Sóknarleikurinn í heild sinni í þessum leik var ekki nægilega góður hjá okkur. En það var liðsheild, það var barátta og það var andi í þessu. Þetta var baráttuleikur. Við gerðum þetta að of miklum baráttuleik."

„Við vorum klaufar í því að ná ekki að ýta Finnum aftar á völlinn til þess að skapa okkur pláss, til þess að finna betra svæði sóknarlega. Við vorum klaufar að komast ekki á bak við vörnina hjá þeim oftar en við gerum í þessum leik. Það eru vonbrigði, en baráttan og liðsheildin til fyrirmyndar í þessum leik."

Reynsluboltinn Sif Atladóttir lék ekki vegna meiðsla, en hin efnilega Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðablik lék sinn fyrsta landsleik. Hún kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Áslaug er fædd 2001 og kemur frá Hetti á Egilsstöðum.

„Áslaug Munda kom virkilega vel inn í þetta og það kom mikill kraftur með henni. Ég er mjög ánægður með hennar innkomu og þeirra sem komu inn á."

Leikurinn er hluti af undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM en þau mætast aftur í Finnlandi á mánudaginn.

„Það verða einhverjar breytingar og það verður að koma í ljós um helgina, staðan á leikmönnunum varðandi meiðsli og annað," sagði landsliðsþjálfarinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner