fös 14. júní 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku sagður vera búinn að ná samkomulagi við Inter
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Inter er að reyna að klófesta sóknarmanninn Romelu Lukaku frá Manchester United.

Samkvæmt Gazzetta dello Sport þá er Inter nú þegar búið að ná samkomulagi við Lukaku sem er efstur á óskalista Antonio Conte, stjóra Inter, í sumar.

Jafnframt er að sagt United muni að minnsta kosti vilja fá 70 milljónir evra fyrir Lukaku eða rúmlega 62 milljónir punda. Lukaku var keyptur til United frá Everton sumarið 2017. Talið er að hann hafi kostað Man Utd 75 milljónir punda (gæti hækkað í 90 milljónir punda).

Hinn 26 ára gamli Lukaku er mikill aðdáandi ítalska boltans og Antonio Conte.

„Mig hefur alltaf dreymt um tvær deildir, ítölsku úrvalsdeildina og ensku úrvalsdeildina," sagði Lukaku við Sport Mediaset. „Það er mjög gott að Antonio Conte fari til Inter því að mínu mati er hann besti knattspyrnustjóri í heimi."

Lukaku var nokkuð á bekknum eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við Manchester United í desember. Solskjær virtist frekar treysta á Marcus Rashford.
Athugasemdir
banner
banner