fös 14. júní 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino bíður eftir nýjum leikmönnum
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Pochettino vill fríska upp á hópinn.
Pochettino vill fríska upp á hópinn.
Mynd: Getty Images
„Mauricio Pochettino er kominn aftur til Barcelona, borgina sem hann kallar heimili sitt, og hann er að bíða." Svona hefst frétt Guardian í dag.

Eftir hverju er Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, að bíða? Hann er að bíða eftir því að það verði keyptir leikmenn til félagsins.

Síðustu félagaskiptagluggar Tottenham hafa verið mjög rólegir og engir leikmenn keyptir inn. Enginn leikmaður hefur verið keyptur til Tottenham síðan í janúar 2018.

Á óskalista Pochettino fyrir sumarið eru meðal annars Tanguy Ndombele, miðjumaður Lyon, Donny van de Beek, miðjumaður Ajax, Nicolo Zaniolo, miðjumaður Roma, og Ryan Sessegnon, efnilegur leikmaður Fulham.

Pochettino vill fríska upp á hópinn og sögusagnir eru um það hvort hann myndi íhuga stöðu sína ef það gerist ekki.

Tottenham var að taka í notkun nýjan, glæsilegan og dýran leikvang. Það gæti haft áhrif á sumarið, félagið þarf að borga af leikvangnum og það kostar sitt.

Christian Eriksen vill fara frá Tottenham og hann gæti verið lykillinn að því að Tottenham fái einhverja nýja leikmenn í sumar. Peningarnir af sölu hans gætu orðið til þess að fjárfest verði í nýjum leikmönnum.

Þrátt fyrir að ekkert hafi verið keypt af leikmönnum síðan í janúar 2018 náði Pochettino mjög, mjög flottum árangri á leiktíðinni sem var að klárast. Tottenham endaði í topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þar sem liðið tapaði 2-0 gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner