fös 14. júní 2019 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: Markið kom of seint fyrir Skota gegn Japan
Japan fagnar marki.
Japan fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Rachel Corsie átti ekki góðan dag.
Rachel Corsie átti ekki góðan dag.
Mynd: Getty Images
Japan 2 - 1 Skotland
1-0 Mana Iwabuchi ('23 )
2-0 Yuika Sugasawa ('37 )
2-1 Lana Clelland ('88 )

Japan lagði Skotland að velli þegar liðin mættust á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi í dag.

Mana Iwabuchi skoraði fyrsta mark leiksins eftir mistök í vörn Skotlands. Rachel Corsie var í vandræðum í vörn Skotlands og hún fékk dæmda á sig vítaspyrnur á 37. mínútu. Snertingin var ekki mikil, en dómarinn dæmdi. Á vítapunktinn fór Yuika Sugasawa og skoraði af öryggi.

Japanir voru sterkari og var staðan sanngjörn í hálfleik. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fóru Skotar að færa sig framar. Þær skosku vildu að minnsta kosti tvisvar fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi ekkert.

Á 88. mínútu minnkaði Lana Clelland muninn fyrir Skotland með langskoti, en það kom of seint.

Japan er með fjögur stig, en Skotar eru án stiga eftir leikinn. Skotar geta huggað sig við það að fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti í riðlakeppninni fara einnig áfram. Því er enn möguleiki fyrir Skotland.

Skotar mæta Argentínu í lokaleik sínum í riðlinum. Það verður væntanlega úrslitaleikur um þriðja sætið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner