fös 14. júní 2019 18:31
Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Hannes Þór er mættur til Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður Vals, Hannes Þór Halldórsson verður ekki með Val í leiknum gegn ÍBV í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun vegna meiðsla.

Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í gær. Hannes fékk væga tognun í upphitun fyrir leikinn á þriðjudaginn og hefur verið stífur aftan í allri hægri hliðinni síðustu viku.

Liðsfélagi hans í íslenska landsliðinu, Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton giftir sig á Ítalíu um helgina og allt leit út fyrir að Hannes kæmist ekki í giftinguna vegna leikjaálags í Pepsi Max-deildinni en Valur á leik gegn KR á miðvikudaginn.

„Það stóð nú ekki til að fara en úr því að þetta gerðist þá settist ég niður með Óla og hann hvatti mig til þess að taka mér nokkra daga pásu og skella mér. Ég fæ nokkra daga off og ég get því fagnað þessu með Gylfa," sagði Hannes Þór í samtali við Fótbolta.net.

Myndina sem Hannes birti má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

Wedding pre-party ??? #lexasig

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on


View this post on Instagram

Auguri G.Sigurdsson ??

A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner