Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. júní 2019 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hvers vegna Ítalía fékk að taka vítið aftur
Ítalía vann 5-0.
Ítalía vann 5-0.
Mynd: Getty Images
Ítalía mun spila í 16-liða úrslitum HM kvenna í Frakklandi eftir sigur á Jamaíka í dag.

Cristiana Girelli átti góðan leik og skoraði þrennu fyrir Ítalíu. Hennar fyrsta mark kom úr umdeildri vítaspyrnu.

Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu fyrir Ítalíu með hjálp VAR. Girelli steig á punktinn og klúðraði. Dómarinn ákvað það hins vegar að vítið skyldi taka aftur þar sem hún mat það svo að markvörður Jamaíka hefði verið komin af línunni áður. Girelli tók vítaspyrnuna aftur og skoraði þá.

Hægt er að sjá atvikið með því að smella hérna.

Það er ekki oft sem að það er dæmt á þetta, en það var gert í dag eftir að VAR skoðaði atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner