Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 16. júní 2019 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir gera boli #FyrirFanney - sjáðu myndbandið
Mynd: Kórdrengir
Það má segja að metnaður Kórdrengja liggur ekki einungis á vellinum, en í dag birtu þeir tilkynningu þess efnis að þeir hafa hafið styrktarsöfnun fyrir #fyrirfanney málefnið.

Tilkynningin var metnaðarfull eins og Kórdrengjum er einum lagið, þar sem liðið auglýsir stuttermaboli í dramatísku myndbandi ásamt Reyni snappara.

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Eins og kunnugt er, þá er fjáröflunin #fyrirfanney til styrktar Fanney Eiríksdóttur, 32 ára, sem greindist með krabbamein fyrir tæpu ári síðan, þegar hún var gengin tæpar 20 vikur með son sinn og hefur hún undirgengst fjölda meðferða til þess að sigra meinið.

Fanney liggur á líknadeild Kópavogs en hjá henni er engin uppgjöf og heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu.

Kórdrengir hafa látið sérútbúa boli sem hægt er að kaupa til styrktar Fanney og rennur allur ágóði af sölunni til Fanneyjar og fjölskyldu. Bolirnir kosta litlar 2.500 krónur og fást í öllum stærðum, hvítu og svörtu og merktir bæði Kórdrengjum og #fyrirfanney.

Í samráði við styrktaraðila Kórdrengja verður hægt að nálgast bolina á bílasölunni Diesel við Klettháls 15 og Prikið á Laugarvegi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner