Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 17. júní 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gullbikarinn: Haítí byrjar á sigri
Mynd: Getty Images
Pierrot leikur fyrir Mouscron í Belgíu.
Pierrot leikur fyrir Mouscron í Belgíu.
Mynd: Getty Images
Það fóru tveir leikir fram í norður-ameríska Gullbikarnum í nótt. Leikið var í B-riðli þar sem Haítí og Kosta Ríka unnu sína leiki.

Kosta Ríka mætti Níkaragva og lenti aldrei í erfiðleikum. Bryan Oviedo, einn besti leikmaður Sunderland undanfarin ár, skoraði fyrsta markið snemma leiks og tvöfaldaði Celso Borges forystuna.

Elias Aguilar breytti stöðunni í 3-0 fyrir leikhlé og skoraði Allan Cruz síðasta markið á 75. mínútu. Lokatölur 4-0.

Kosta Ríka 4 - 0 Níkaragva
1-0 Bryan Oviedo ('7)
2-0 Celso Borges ('19)
3-0 Elias Aguilar ('45)
4-0 Allan Cruz ('75)

Haítí mætti þá Bermúda og úr varð hin mesta skemmtun. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn en Dante Leverock náði að koma Bermúda yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi og valtaði Haítí gjörsamlega yfir andstæðinga sína. Í seinni hálfleik átti Haítí 19 skot á móti 2 og skiluðu þessir gríðarlegu yfirburðir sér með tveimur mörkum.

Frantzdy Pierrot jafnaði snemma í seinni hálfleik og gerði svo sigurmarkið á 66. mínútu. Verðskuldaður sigur Haítí í fyrstu umferð.

Haítí 2 - 1 Bermúda
0-1 Dante Leverock ('45)
1-1 Frantzdy Pierrot ('54)
2-1 Frantzdy Pierrot ('66)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner