Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júní 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Verðmætasti styrktarsamningur í sögu Aston Villa
Tammy Abraham og John McGinn með auglýsingu fyrir 32Red framan á treyjunum.
Tammy Abraham og John McGinn með auglýsingu fyrir 32Red framan á treyjunum.
Mynd: Getty Images
Aston Villa er búið að staðfesta að asíska veðmálafyrirtækið W88 verður helsti styrktaraðili liðsins á næsta tímabili.

Merki W88 verður því framan á treyjum félagsins á komandi tímabili og tekur við af 32Red, veðmálafyrirtækinu sem styrkti Aston Villa á liðnu tímabili.

Þetta verður fyrsta tímabil Villa í ensku úrvalsdeildinni eftir þriggja ára fjarveru og er styrktarsamningurinn sá verðmætasti í sögu félagsins yfir eitt tímabil.

W88 styrkti Wolves á síðasta tímabili en Úlfarnir eru nú komnir með samning hjá ManBetX.

Aston Villa hefur verið virkt á leikmannamarkaðinum í byrjun sumars og er búið að krækja í fjóra leikmenn fyrir samtals 37 milljónir. Wesley Moraes kostar 22 milljónir, Anwar El Ghazi 8, Jota 4 og Kortney Hause 3.
Athugasemdir
banner
banner
banner