Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júní 2019 22:15
Magnús Már Einarsson
Mætir Steven Gerrard á KR-völlinn?
Gerrard gæti mætt með lærisveina sína í Vesturbæinn.
Gerrard gæti mætt með lærisveina sína í Vesturbæinn.
Mynd: Getty Images
Valur og Rosenborg gætu mæst annað árið í röð.
Valur og Rosenborg gætu mæst annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður dregið í fyrstu umferð í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni en leikirnir fara fram um miðjan júlí.

Valur hefur leik í fyrstu umferð í Meistaradeildinni og er í neðri styrkleikaflokki. Valur tapaði naumlega gegn Rosenborg í fyrstu umferðinni í fyrra og norsku meistararnir eru aftur á meðal mögulegra mótherja í ár.

Willum Þór Willumsson og félagar í BATE Borisov gætu einnig mætt Val. Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB eru einnig í neðri styrkleikaflokki líkt og Valur og því eru sömu andstæðingar í boði í drættinum þar.

Stjarnan er í efri styrkleikaflokki í drættinum í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar á meðan Breiðablik og KR eru í neðri styrkleikaflokki.

Skoska stórveldið Rangers, með Steven Gerrard við stjórnvölinn, er eitt af fimm liðum sem KR gæti mætt. KR gæti einnig mætt Hirti Hermannssyni og félögum í Bröndby. Breiðablik gæti leikið við Arnór Ingva Traustason og félaga í Malmö.

Möguleikir mótherjar Vals í Meistaradeildinni
BATE Borisov (Hvíta-Rússland)
Maribor (Slóvenía)
Rosenborg (Noregur)
HJK Helsinki (Finnland)
Dundalk (Írland)
The New Saints (Wales)

Mögulegir mótherjar Stjörnunnar í Evrópudeildinni
Liepāja (Lettland)
Levadia Tallinn (Eistland)
Barry Town (Wales)/Cliftonville (Norður-Írland)
Saint Patrick's (Írland)
RoPS Rovaniemi (Finnland)
KÍ (Færeyjar)/Tre Fiori (San Marino)

Mögulegir mótherjar Breiðabliks í Evrópudeildinni
Vaduz (Liechtenstein)
Kilmarnock (Skotland)
Brann (Noregur)
Vitebsk (Hvíta-Rússland)
Malmö (Svíþjóð)

Mögulegir mótherjar KR í Evrópudeildinni
Rangers (Skotland)
Brøndby (Danmörk
Cork (Írland)
Molde (Noregur)
Crusaders (Norður-Írland)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner