Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. júní 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax selur Sinkgraven og Wöber (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Það eru miklar breytingar í gangi í herbúðum Ajax um þessar mundir og er hægt að búast við að liðið verði gjörbreytt eftir sumarið.

Auk Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt er hálfur leikmannahópurinn orðaður við félagaskipti til erlendra félaga í sterkari deildum.

Tveir leikmenn eru þegar farnir, Daley Sinkgraven og Maximilian Wöber.

Vinstri bakvörðurinn Sinkgraven er 23 ára gamall og hefur aðeins spilað 11 leiki fyrir aðallið Ajax síðustu tvö ár. Bayer Leverkusen er búið að staðfesta kaup á honum fyrir 3,5 milljónir punda.

Wöber er 21 árs og var lánaður til Sevilla í janúar síðastliðnum. Í samningnum var ákvæði sem neyddi Sevilla til að festa kaup á Wöber í sumar. Sevilla greiðir 11 milljónir evra fyrir Wöber, hann gekk í raðir Ajax fyrir 7 milljónir sumarið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner