Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. júní 2019 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bologna fær ítalskt tvíeyki frá Villarreal (Staðfest)
Soriano og Sansone eru góðir vinir.
Soriano og Sansone eru góðir vinir.
Mynd: Getty Images
Bologna hefur verið í hörkusókn frá því að Sinisa Mihajlovic tók við stjórnartaumunum í lok janúar.

Mihajlovic bjargaði Bologna frá falli og er kominn sterkur inn á leikmannamarkaðinn í upphafi sumars. Félagið er þegar búið að tryggja sér tvo öfluga leikmenn frá Villarreal. Þeir eru báðir ítalskir og búa yfir mikilli reynslu úr Serie A.

Roberto Soriano er 28 ára miðjumaður sem var lykilmaður hjá Sampdoria áður en hann var fenginn til Villarreal fyrir 14 milljónir evra sumarið 2016. Hann gerði góða hluti að láni hjá Bologna í vor og ákvað Mihajlovic að festa kaup á honum. Soriano var hjá Villarreal í tvö ár og gerði 10 mörk í 73 leikjum.

Nicola Sansone er 27 ára framherji sem lék fyrir Sassuolo í þrjú ár áður en hann var keyptur til Villarreal fyrir 13 milljónir evra. Hann skoraði 16 mörk í 73 leikjum hjá félaginu sem þótti ekki nægilega gott og missti hann byrjunarliðssætið í fyrra. Í kjölfarið var hann lánaður til Bologna sem ákvað að festa kaup á honum.

Bologna greiðir 7,5 milljónir evra fyrir hvorn, eða 15 milljónir samanlagt.
Athugasemdir
banner
banner
banner