þri 18. júní 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gullbikarinn: Jamaíka og El Salvador byrja á sigri
Orgill skoraði tvennu fyrir Jamaíka.
Orgill skoraði tvennu fyrir Jamaíka.
Mynd: Getty Images
Bonilla tryggði El Salvador mikilvæg stig gegn Curacao.
Bonilla tryggði El Salvador mikilvæg stig gegn Curacao.
Mynd: Getty Images
Leon Bailey var í byrjunarliði Jamaíku og lék allan leikinn í 3-2 sigri gegn Hondúras í fyrstu umferð norður-ameríska Gullbikarsins.

Dever Orgill skoraði tvennu fyrir Jamaíku í fyrri hálfleik og minnkaði Anthony Lozano muninn í upphafi síðari hálfleiks.

Það gerði þó ekkert til því Damion Lowe tvöfaldaði forystu Jamaíka á nýjan leik aðeins tveimur mínútum síðar, staðan 3-1.

Meira var ekki skorað fyrr en í uppbótartíma þegar Rubilio Castillo kom knettinum í netið. Lokatölur 3-2 og góð byrjun hjá Jamaíka sem fór alla leið í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum.

Jamaíka 3 - 2 Hondúras
1-0 Dever Orgill ('15)
2-0 Dever Orgill ('41)
2-1 Anthony Lozano ('54)
3-1 Damion Lowe ('56)
3-2 Rubilio Castillo ('92)

Liðin eru í riðli með Curacao og El Salvador sem mættust einnig í nótt. Þar hafði El Salvador betur þökk sé sigurmarki frá Nelson Bonilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

El Salvador var betra liðið í leiknum og verðskuldaði sigurinn að leikslokum.

Til gamans má geta að í liði Curacao má finna Cuco Martina, leikmann Everton, og Leandro Bacuna, leikmann Cardiff.

Curacao 0 - 1 El Salvador
0-1 Nelson Bonilla ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner