þri 18. júní 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Ísak Óli leikur með Keflavík til loka ágústmánaðar
Ísak Óli.
Ísak Óli.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur staðfesti það við Fótbolta.net nú rétt í þessu að bæði Keflavík og varnarmaðurinn ungi, Ísak Óli Ólafsson væru búnir að staðfesta tilboð danska úrvalsdeildarfélagsins, SønderjyskE.

Ísak Óli mun leika með Keflavíkurliðinu í Inkasso-deildinni fram til lok ágúst. Síðasti leikur Ísaks með Keflavík í sumar verður 23. ágúst þegar liðið heimsækir Þrótt í Laugardalinn.

Á sunnudagskvöld sendu Keflavík frá sér tilkynningu þess efnis að félagið haft selt hinn 18 ára Ísak Óla til SønderjyskE. Í morgun birti hinsvegar JydskeVestkysten frétt þar sem Hans Jörgen Haysen, yfirmaður íþróttamála hjá SønderjyskE sagði að ekkert væri frágengið.

Jónas Guðni staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Ísak Óli ætti eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu en annars væri allt frágengið.

Hann býst ekki við öðru en að það gangi eftir og Ísak Óli verði orðinn leikmaður SønderjyskE á næstu dögum en leiki þó áfram með Keflavík fram til 23. ágúst.

Sjá einnig:
Sönd­erjyskE kannast ekkert við kaupin á Ísaki Óla
Ísak Óli til SönderjyskE (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner