Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júní 2019 16:02
Elvar Geir Magnússon
Garry Monk rekinn frá Birmingham (Staðfest)
Garry Monk hefur verið rekinn.
Garry Monk hefur verið rekinn.
Mynd: Getty Images
Birmingham City hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Garry Monk. Hann var fimmtán mánuði hjá félaginu.

„Stjórn félagsins telur að þetta sé besta niðurstaðan fyrir framtíð félagsins. Við þökkum Garry fyrir hans framlag og óskum hans alls hins besta," segir í tilkynningu frá félaginu.

Pep Clotet, sem var aðstoðarmaður Monk, tekur við Birmingham til bráðabirgða en þjálfarateymi félagsins mun að öðru leyti haldast óbreytt.

Í tilkynningunni segir að stefna félagsins sé í endurskoðun með því markmiði að komast upp úr Championship-deildinni. Birmingham hafnaði í 17. sæti í deildinni á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner