Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. júní 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Suarez þögull sem gröfin um Griezmann
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann mun yfirgefa Atletico Madrid í sumar eftir fimm ára dvöl hjá félaginu.

Allar líkur eru á því að Frakkinn gangi í raðir Barcelona. Gil Marin, framkvæmdarstjóri Atletico Madrid, sagði að það hafi orðið ljóst í mars.

„Ég hef í raun ekkert um þetta að segja nema það sem ég hef alltaf sagt. Griezmann er leikmaður með mikil gæði sem gætu nýst liði eins og Barcelona," sagði Suarez.

Mikið hefur verið rætt um Griezmann undanfarin mánuð og talað var um að Barcelona væri tilbúið borga riftunarupphæð Griezmann, 108 milljónir punda, fyrir franska landsliðsmanninn.

„Eins og staðan er núna er hann leikmaður Atletico Madrid og því get ég ekkert tjáð mig meira um það," sagði Luis Suarez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner