þri 18. júní 2019 19:30
Arnar Helgi Magnússon
Powell farin frá Selfossi - „Var ekki að falla með henni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur rift samning sínum við bandaríska framherjann Darian Powell sem að kom til liðsins fyrir tímabilið.

Powell er 24 ára gömul og lék með sterku liði Marquette University í bandaríska háskólaboltanum áður en hún kom á Selfoss. Hún náði sér ekki á strik með liðinu, spilaði fimm leiki og skoraði í þeim eitt mark.

„Leiðinlegt að hún hafi ekki passað inn í liðið okkar, hún er hörkugóður „klárari". Þetta var bara ekki að falla með henni. Við ætlum ekki að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang," sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss, í samtali við Fótbolta.net

„Við eigum okkar heimastelpur sem að munu fá sénsinn og verða að stíga upp."

Alfreð útilokar ekki að liðið bæti við sig framherja þegar félagsskiptaglugginn opnar.

„Við erum að skoða ýmsa hluti. Ef að góður framherji vill koma á Selfoss þá er hann meira en velkominn. Við erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum," sagði Alfreð að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner