Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. júní 2019 20:00
Arnar Helgi Magnússon
Fyrrum stjóri Chelsea vill sjá Lampard taka við
Mynd: Getty Images
Chelsea er í þjálfaraleit eftir að Maurizio Sarri yfirgaf félagið á dögunum til þess að taka við Juventus.

Frank Lampard er talinn líklegur arftaki Sarri en hann er goðsögn hjá félaginu. Roberto Di Matteo, fyrrum stjóri Chelsea, vill sjá Lampard taka við.

„Hann er 100% rétti maðurinn. Hann er karakter sem að Chelsea þarf. Ég fylgdist með Derby á tímabilinu og heillaðist af spilamennsku liðsins," sagði Di Matteo.

„Umræðan snýst um hvort að Lampard sé kominn með nægilega þjálfarareynslu til þess að geta tekið þetta starf. Það þarf að gefa ungum þjálfurum tækifæri. Hann hefur allt sem Chelsea þarf og ég held að fólk í kringum klúbbinn yrði ánægt með þessa ráðningu."

Di Matteo er vel liðinn hjá stuðningsmönnum Chelsea en hann stýrði liðinu til sigurs í Meistaradeildinni árið 2012.

Athugasemdir
banner
banner
banner