Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 19. júní 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Xhaka á óskalista Atletico Madrid
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er sagt vilja fá Granit Xhaka, leikmann Arsenal, í sínar raðir í sumar.

Andrea Berta, yfirmaður knattspyrnumála, hjá Atletico Madrid hefur fylgst með Xhaka síðan að hann spilaði í Þýskalandi á árunum 2012-2016.

Xhaka gekk í raðir Arsenal frá Borussia Monchengladbach sumarið 2016. Enska félagið borgaði 45 milljínir punda fyrir leikmanninn á þeim tíma.

Hinn ungi Rodri, leikmaður Atletico, er sagður á leið til Manchester City og er liðið því leit að miðjumanni til þess að fylla hans skarð.

Xhaka er ekki sá eini sem að Atletico Madrid fylgist með Marcos Llorente, leikmanni Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner